Fyrrverandi forseti fær lífstíðardóm

Sambi var dæmdur fyrir að selja ríkisfangslausu fólki í Persaflóa …
Sambi var dæmdur fyrir að selja ríkisfangslausu fólki í Persaflóa vegabréf. AFP/Ibrahim Youssouf

Dómstólar á Kómoreyjum dæmdu í dag Ahmed Abdallah Sambi, fyrrverandi forseta eyríkisins, í lífstíðarfangelsi fyrir landráð.

Hann var dæmdur fyrir að selja ríkisfangslausu fólki í Persaflóa vegabréf, en ekki verður hægt að áfrýja dómnum.

Kostnaður meiri en landsframleiðsla

Sambi, sem var forseti Kómoreyja á árunum 2006 til 2011, kom frumvarpi í gegn árið 2008 sem leyfðu sölu vegabréfa fyrir miklar fjárhæðir.

Lögin beindust að bidoon-fólki, arabískum minnihlutahópi sem telja tugi þúsunda í landinu sem hafa ekkert ríkisfang.

Sambi var ásakaður um fjárdrátt upp á milljónir dollara í tengslum við lögin.

Saksóknari hefur sagt að kostnaðurinn hafi verið meiri en 1,8 milljarðar bandaríkjadala, eða um 253 milljarðar króna, sem er meira en verg landsframleiðsla eyríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert