Gos hafið í stærsta virka eldfjallinu

Mynd úr vefmyndavél.
Mynd úr vefmyndavél. AFP

Stærsta virka eldfjall í heimi rumskaði í dag í fyrsta skipti í tæpa fjóra áratugi. 

Mauna Loa á Havaí er farið að gjósa samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum en nærliggjandi byggðum er ekki talin stafa hætta af að svo stöddu. 

Ef kringumstæður breytast er erfiðara að segja til um mögulegt tjón en um er að ræða hraungos. Hraunið breiðir ekki mikið úr sér fyrst um sinn samkvæmt tilkynningu frá jarðvísindamönnum. 

Ekki hafa verið gerðar ráðstafanir varðandi brottflutning íbúa á þessum tímapunkti en þó hefur vegum verið lokað í grenndinni. 

Mauna Loa er eitt sex eldfjalla á Havaí og hefur gosið þrjátíu og þrisvar frá árinu 1843. Síðast gerðist það árið 1984 og stóð gosið þá í tuttugu og tvo daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert