Flytja 1.000 íbúa af hættusvæðum í Ischia

Myndin sýnir hús á brún aurskriðu í Casamicciola á Ischia …
Myndin sýnir hús á brún aurskriðu í Casamicciola á Ischia eyjunni á laugardaginn var. AFP/Eliano Imperato

Yfirvöld á ítölsku eyjunni Ischia eru nú að undirbúa sig undir að flytja rúmlega 1.000 manns frá hættusvæðum í kjölfar viðvarana um mikla rigningu, aðeins nokkrum dögum eftir mannskætt skriðufall. Ákveðið hefur verið að keyra íbúana með rútu frá svæðunum og á hótel.

„Búist er við ofanflóðum,“ með tilheyrandi hættu á skriðuföllum, hröðum aurflóðum, grjóthruni of flóðum“ frá Ischia til Napólí og að eldfjallinu Vesúvíusi, er haft eftir yfirvöldum í suðurhéraðinu Campania segir APF fréttastofan.

Mikil úrkoma fyrir sex dögum ollu því að aurskriður og brak fór yfir smábæinn Casamicciola Terme á Ischia og varð 11 manns að bana. Enn er einnar konu saknað.

Jarðfræðingar hafa varað við því að slæmt veðurfar og hætta á frekari skriðuföllum geti einnig orðið á þeim hluta eyjarinnar sem liggur nálægt Capri, sem er þéttskipaður ferðamönnum á sumrin.

Að sögn almannavarna er spáð á bilinu 40 til 50 millimetrum af rigningu á föstudag, miðað við 100 millimetrana sem féllu á svæðinu 26. nóvember.

Búist er við að „gula“ veðurviðvörunin, lægsta stigs viðvörunin, standi fram á sunnudag.

Sérfræðingar sögðu að hamfarirnar í síðustu viku megi rekja til banvænnar blöndu af eyðingu skóga, ofræktun og skorti á aðferðum til að koma til móts við það ástand.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert