Eldflaugum áfram skotið í nótt

Í nótt var fleiri eldflaugum skotið sem hæfðu mikilvæga innviði …
Í nótt var fleiri eldflaugum skotið sem hæfðu mikilvæga innviði og íbúðabyggð við borgina Saporisjía. AFP/Anatólí Stepanóv

Til að koma jafnvægi á orkuinnviði í Úkraínu eftir árásirnar í gær verða stjórnvöld að grípa til lokana, að sögn forsetans Volodimírs Selenskís.

Hitastigið í Úkraínu er nú víða fyrir neðan frostmark en milljónir íbúa eru án rafmagns og rennandi vatns. 

Óttast er að margir muni deyja úr ofkælingu en áætlað er að um helmingur íbúa Kænugarðs verði án rafmagns á næstu dögum eftir árásir síðustu daga.

 BBC greinir frá. 

Fjórir Úkraínumenn féllu og þrír særðust í gær eftir að Rússar skutu rúmlega hundrað eldflaugum á skotmörk vítt og breitt um Úkraínu.

Í nótt var fleiri eldflaugum skotið sem hæfðu mikilvæga innviði og íbúðabyggð við borgina Saporisjía. Ekki er búið að tilkynna mannfall frá árásinni í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert