PETA hótar lögsögn vegna frægra hatta

Werner segir að varnarmálaráðuneytið hafi áður verið móttækilegt fyrir breitingunum. …
Werner segir að varnarmálaráðuneytið hafi áður verið móttækilegt fyrir breitingunum. PETA finnur ekki fyrir sama stuðningi frá núverandi varnarmálaráðherra, Ben Wallace, sem er fyrrverandi herforingi. AFP/Yui Mok

Dýraverndunarsamtökin PETA segjast ætla að lögsækja varnarmálaráðuneyti Bretlands fyrir að neita að prufa útgáfu úr gervihári af svörtu löngu bjarnarfeldshöttunum sem lífverðir konungs ganga með.

Verðir konungs ganga meðal annars með hattanna þegar þeir skipta um vakt fyrir utan Buckingham-höll og eru hattarnir eitt þekktasta tákn Bretlands ásamt rauðu símaklefunum og tvöföldu strætisvögnunum.

PETA hefur lengi barist fyrir því að hætt verði að nota feld kanadískra svartbjarna við gerð hattanna og hafa því búið til frumgerð af sams konar hatti úr loðnu akrýlefni.

Kate Werner með hatt búinn til úr gerviefni.
Kate Werner með hatt búinn til úr gerviefni. AFP/Ben Stansall

„Þau neita að prufa þá, sem þeir hafa skuldbundið sig til að gera margoft í gegnum árin,“ segir yfirherferðarstjóri PETA, Kate Werner, við AFP.

Fyrr á þessu ári kom fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni í Bretlandi að engar áætlanir væru um að skipta út höttunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert