Blaðamenn dæmdir fyrir að upplýsa ríkisleyndarmál

Höfuðstöðvar Helsingin Sanomat eru í Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Höfuðstöðvar Helsingin Sanomat eru í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ljósmynd/Wikipedia.org/Mikko Paananen

Finnskur dómstóll hefur dæmt tvo finnska blaðamenn seka um að hafa birt upplýsingar um ríkisleyndarmál. Málið hefur vakið upp umræðu og gagnrýni um fjölmiðlafrelsi. 

Blaðamennirnir birtu grein í dagblaðinu Helsingin Sanomat í desember árið 2017 sem upplýsti um tíu ára gamlar njósnaaðgerðir finnska hersins. Dagblaðið er eitt mest selda dagblaðið á Norðurlöndunum. 

Í úrskurði dómstólsins sagði að um „trúnaðarupplýsingar væri að ræða í þágu ytra öryggis Finnlands“. 

Glæpurinn að hafa upplýst um ríkisleyndarmál flokkast sem landráð og getur því þýtt fjögurra ára fangelsisvist. Blaðamaðurinn sem var talinn bera mestu ábyrgðina á greininni var hins vegar dæmdur til að greiða sekt í samræmi við tekjur hans. 

Dómstólinn tók til greina málsmeðferðartímann og þá gríðarlegu athygli sem málið vakti er refsing blaðamannanna var ákveðin.

Antero Mukka, ritstjóri Helsingin Sanomat, sagði að dómurinn væri vonbrigði og sverti fjölmiðlafrelsi í landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert