Fylgjast með grunsamlegum loftbelg

Bandaríska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að fylgst væri með kínverskum njósna-loftbelg sem svífur yfir Bandaríkjunum.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, ásamt æðstu embættismönnum bandaríska hersins íhuguðu að skjóta niður loftbelginn að beiðni Joe Biden Bandaríkjaforseta, en ákváðu að það væri ekki áhættunnar virði því fólk á jörðu niðri myndi stafa hætta af því ef brakið myndi lenda á því.

Háttsettur embættismaður talaði við fjölmiðla í gær með því skilyrði að nafn hans og titill myndu ekki koma fram í fréttum.

„Augljóst er að tilgangur þessa loftbelgs er að vera með eftirlit,“ sagði embættismaðurinn. 

Hann sagði að loftbelgurinn hefði flogið yfir norðvesturhluta Bandaríkjanna þar sem eru flugstöðvar hersins og kjarnorkueldflaugar í neðanjarðarsílóum. Hann segir að ekki sé talin stafa sérstök hætta af loftbelgnum.

Loftbelgurinn flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna á þriðjudag en leyniþjónusta Bandaríkjanna hafði verið að fylgjast með honum töluvert áður en það gerðist.

Njósna-loftbelgurinn flaug hátt yfir Billings í Montana-ríki í Bandaríkjunum er …
Njósna-loftbelgurinn flaug hátt yfir Billings í Montana-ríki í Bandaríkjunum er þessi mynd var tekin á miðvikudaginn. Loftbelgurinn svífur hátt yfir almennri flugumferð og stafar flugsamgöngum ekki hætta af honum. AFP/Chase Doak
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert