Rússar vara við ójafnvægi í kjölfar viðskiptabanns

mbl.is/Hjörtur

Viðskiptabann tekur gildi innan ríkja Evrópusambandsins á bensíni og díselolíu sem og flugvélaeldsneyti og öðrum rússneskum olíuvörum á sunnudag.

Viðskiptabannið útvíkkar bannið frá banni á flutningi á rússneskri hráolíu á sjó sem lagt var á í desember síðastliðnum.

„Eðlilega mun þetta leiða til frekara ójafnvægis á alþjóðlegum orkumörkuðum en við gerum ráðstafanir til að verja hagsmuni okkar gegn áhættunni sem því fylgir,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kremlar, í samtali við fjölmiðla.

Evrópusambandið, G7-ríkin og Ástralía hafa þegar sett verðþak á olíuútflutning Rússlands.

Rússar hafa sagt að olíuverðsþakið muni ekki hafa áhrif á hernaðaraðgerðir þeirra í Úkraínu og hafa svarað með því að banna olíusölu til landa og fyrirtækja sem fara eftir aðgerðunum.

Vladimir Pútin, forseti Rússlands. Dmitry Peskov í baksýn.
Vladimir Pútin, forseti Rússlands. Dmitry Peskov í baksýn. AFP/Vyacheslav Oseledko
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert