Vildi láta skjóta niður loftbelginn sem fyrst

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við fjölmiðla rétt í þessu að hann hefði fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu á miðvikudag að skjóta niður kínverska njósnaloftbelginn, „eins fljótt og auðið er.“

Loft­belg­ur­inn sást fyrst fyrr í vik­unni svífa yfir Mont­ana-ríki. 

Forsetinn greindi frá því að varnarmálaráðuneytið hefði ákveðið að bíða með að skjóta loftbelginn niður þar til öryggi yrði tryggt. Því var belgurinn skotinn niður er hann var kominn út fyrir strönd Bandaríkjanna, en var þó enn innan við 20 kílómetra frá ströndinni. 

Biden hrósaði flugmönnum bandaríska hersins sem skutu niður loftbelginn og sagði að frekari frétta væri að vænta síðar. 

Hann svaraði blaðamönnum ekki er þeir spurðu hvað málið þýddi fyrir samband Bandaríkjanna og Kína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert