Nýfædd stúlka lifir ein alla fjölskylduna

Allir ættingjar nýfædds barns, sem bjargaðist eins og fyrir kraftaverk úr rústunum i bænum Jindaris í gær, hafa verið bornir til grafar.

Barnið var enn tengt móður sinni með naflastrengnum, en móðirinn var látin þegar barnið fannst og talið að hún hafi látist í jarðskjálftanum á mánudag. Nýfætt stúlkubarnið lifir ein alla fjölskylduna.

Móðir hennar, faðir, frænka og fjögur systkini létust öll í jarðskjálftanum.

Meira en tólf þúsund látnir

Jarðskjálftahrinan sem hófst með jarðskjálfta sem var 7,8 að stærð hefur nú þegar lagt tólf þúsund manns í valinn og þúsundir hafa slasast. 

Á degi hverjum hækka tölurnar og líkurnar á að finna fórnarlömb á lífi í rústunum minnka.

Farið var með stúlkubarnið í nærliggjandi bæinn Afrin þar sem hlúð er að því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert