Lýsa yfir neyðarástandi vegna olíuleka

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP/Badru Katumba

Olíufélag Kúveit (e. Kuwait Oil Company) hefur lýst yfir neyðarástandi eftir olíuleka á landi. 

Að sögn félagsins slasaðist enginn og þá hefur lekinn ekki áhrif á framleiðslu félagsins. 

Olía lak úr leiðslu sem sprakk í Vestur-Kúveit. Í yfirlýsingu félagsins segir að lekinn sé ekki á íbúðarsvæði. 

Teymi olíufélagsins eru nú að leita að upptökum lekans og vinna að því að ná tökum á honum. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert