Á fimmta hundrað uppreisnarmanna fá lífstíðardóm

Hermenn bera kistu Idriss Déby, forseta Tsjad, í apríl árið …
Hermenn bera kistu Idriss Déby, forseta Tsjad, í apríl árið 2021. Déby var myrtur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AFP/Christophe Petit Tesson

Yfir 400 uppreisnarmenn í Tsjad fengu lífstíðardóm í dag, aðallega í tengslum við dauða fyrrverandi forseta landsins, Idriss Déby.

Déby var myrtur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021.

Eftir fjöldaréttarhöld voru þeir sakfelldir fyrir að vera málaliðar og fyrir hryðjuverk, fyrir að gera börn að hermönnum og fyrir árás á þjóðhöfðingja, samkvæmt Mahamat El-Hadj Abba Nana, ríkissaksóknara í höfuðborginni N'Djamena.

Ríkissaksóknari sagði 24 hafa verið sýknaða en yfir 400 uppreisnarmenn voru dæmdir til lífstíðar.

Déby var myrtur aðeins degi eftir að hafa verið lýstur sigurvegari forsetakosninga sem tryggðu honum sjötta kjörtímabilið á valdastóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert