Notuðu tannbursta til að sleppa úr fangelsi

Hér má sjá holuna sem fangarnir tveir bjuggu til með …
Hér má sjá holuna sem fangarnir tveir bjuggu til með hjálp tannburstans. AFP

Tveir fangar í Bandaríkjunum náðu að brjóta sér leið í gegnum vegg með tannbursta en voru handteknir nokkrum tímum seinna á veitingastað sem selur pönnukökur skammt frá fangelsinu.

Þetta voru þeir John Garza, 37 ára, og Arley Nemo, 43 ára, sem var saknað úr fangelsinu Newsport News Jail Annex síðastliðið mánudagskvöld í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Garza sat í gæsluvarðhaldi vegna lítilsvirðingar í garð dómstóla og vegna brots á skilorði. Nemo sat inni vegna kreditkortasvindls og fölsun.

John Garza, 37 ára, og Arley Nemo, 43 ára.
John Garza, 37 ára, og Arley Nemo, 43 ára. AFP

Óvíst hvort þeir fengu pönnukökur

Fangarnir tveir bjuggu sér til verkfæri með tannbursta og ónefndum hlut úr málmi og notfærðu sér galla í vegg á fangelsinu til að sleppa úr fangelsinu. Frelsi þeirra var skammvinnt en þeir voru handteknir aftur á þriðjudagsmorgun. Þá kom lögreglan að þeim á veitingastaðnum IHOP í bænum Hampton. 

Ekki segir í tilkynningu lögreglu hvort mennirnir höfðu fengið sér pönnukökur eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert