Yousaf nýr leiðtogi Skoska þjóðarflokksins

Yousaf gegnir nú stöðu heilbrigðisráðherra.
Yousaf gegnir nú stöðu heilbrigðisráðherra. AFP/Andy Buchanan

Humza Yousaf var rétt í þessu kjörinn nýr leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og þar af leiðandi mun hann taka við embætti forsætisráðherra. 

Nicola Stur­geon, for­sæt­is­ráðherra Skota, sagði af sér óvænt um miðjan febrúar eft­ir rúm­lega átta ár í starfi.

Yousaf gegnir nú stöðu heilbrigðisráðherra en hann hlaut 52% atkvæða. Mótframbjóðandi hans, Kate Forbes, hlaut 48% atkvæða. 

The Guardian greinir frá því að Yousaf hefur lofað að feta í fótspor Sturgeon og fylgja jafnaðarstefnu hennar. Þá sagðist hann þó vera „sinn eigin maður“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert