Tyrkir samþykkja aðildarumsókn Finna

Fyrir tveimur vikum bað Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti tyrkneska þingið …
Fyrir tveimur vikum bað Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti tyrkneska þingið um að kjósa með aðild Finn­lands að Atlants­hafs­banda­lag­inu. AFP/Adem Altan

Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Finnlands í Atlandshafsbandalagið (NATO). Tyrkland er síðasta þjóðin til að samþykkja umsóknina. 

Ung­verjaland var næstsíðasta þjóðin til að samþykkja ­um­sókn Finn­a. Ungverksa þingið samþykkti umsóknina á mánudaginn.

Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti biðlaði til þing­manna tyrkneska þingsins að kjósa með aðild Finn­lands að Atlants­hafs­banda­lag­inu fyrir tveimur vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert