Barn varð öðru barni að bana með byssu föðurins

Frá Illinois-ríki. Mynd úr safni.
Frá Illinois-ríki. Mynd úr safni. SCOTT OLSON

Barn skaut annað barn til bana fyrir slysni í gær í borginni River Grove í Illinois-ríki í Bandaríkjunum. Skotvopnið sem var notað var í eigu föður barnsins sem varð fyrir skotinu samkvæmt tilkynningu frá lögreglu á svæðinu. Ekki hefur komið fram hve gömul börnin eru.

Fréttastofa ABC greinir frá þessu.

Bjuggu á sama heimili

Bæði börnin bjuggu á sama heimili en faðir barnsins sem lést sagði við lögreglu að hann hefði verið utandyra þegar hann heyrði hvellinn frá byssunni. Við það hljóp faðirinn inn og fann þar barnið sitt sem var mjög alvarlega sært. Barnið lést skömmu síðar af sárum sínum.

Að sögn lögreglu á svæðinu hringdi faðirinn í neyðarlínuna um leið og hann gat. Faðirinn sýnir fullan samstarfsvilja gagnvart rannsókn lögreglu en hann viðurkenndi fyrir lögreglu að skammbyssan væri í sinni eigu.

Faðirinn er með gilt byssuleyfi í Illinois-ríki og sagði að skammbyssan hefði verið geymd í hillu inni í skáp áður en slysið átti sér stað. Rannsókn stendur enn yfir.

Á þessu ári hafa að minnsta kosti 122 atvik átt sér stað þar sem barn særir eða verður öðrum að bana með skotvopni fyrir slysni í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert