Efasemdir um aðild vatn á myllu Rússa

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að allar efasemdir á meðal leiðtoga Evrópuþjóða um inngöngu Úkraínu í NATO virki sem vatn á myllu Rússa þegar kemur að mögulegri innrás þeirra í í önnur ríki.

„Við verðum að muna að allar efasemdir sem við sýnum hérna í Evrópu er skotgröf sem Rússar munu án efa reyna að ná á sitt vald,“ sagði hann á evrópskri ráðstefnu í Moldóvu.

Úkraína og Moldóva vilja bæði ganga í NATO og Evrópusambandið. Sumar Evrópuþjóðir hafa hikað við að leggja fram formlega tímalínu í kringum aðildina.

Selenskí varaði í ræðu sinni við því að með því að fresta ákvörðuninni grafi það undan styrk Vesturlanda.

Hann bætti við að ef Úkraína og Moldóva eigi ekki greiða leið að aðild verði berskjölduð öfl, hliðholl Vesturlöndum, í Hvíta-Rússlandi og Georgíu í hættu.

Selenskí, lengst til hægri, ræðir við Ursulu von der Leyen, …
Selenskí, lengst til hægri, ræðir við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdaráðs ESB, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í Moldóvu. AFP/Daniel Mihailescu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert