Skilaði pening en fékk háa sekt í staðinn

Lögreglu þótti konan sein að skila fénu.
Lögreglu þótti konan sein að skila fénu.

Sænsk kona í Jönköping í Svíþjóð var sektuð um 13.800 sænskar krónur eða því sem nemur 177 þúsund krónum eftir að hún skilaði 500 króna seðli eða því sem nemur rúmum 6400 krónum til lögreglu.

Ástæða sektarinnar var sú að konan beið einn og hálfan mánuð áður en hún skilaði seðlinum.

Samkvæmt sænskum lögum ber að skila fundnu fé umsvifalaust ellegar eiga á hættu að fá dagsektir. 

Haft er eftir Bo Gunnarsson hjá lögreglunni í Jönköping í útvarpsviðtali að lögreglan hafi einungis verið að fylgja laganna bókstaf. Viðurkennir hann að óljóst sé hvað þyki óeðlilega langur tími áður en hlutum er skilað til lögreglu. Alla jafna sé litið til þess að fólk hafi um viku til að skila eigum annarra eftir að þær finnast. 

P4 útvarp í Jönköping segir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert