Tugir látnir í lestarslysi

Minnst þrjátíu eru látnir.
Minnst þrjátíu eru látnir. ljösmynd/AFP

Að minnsta kosti þrjátíu létust í lestarslysi í Austur-Odisha héraði í Indlandi. Slysið gerðist um klukkan 19 að staðartíma eða fyrir rúmum fimm klukkustundum. 

Narenda Modri forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði hug sinn vera hjá aðstandendum hinna látnu.

Sagt er að slysið hafi verið þeim hætti að tvær lestar skullu saman. Talið er að hluti vagna annarrar lestarinnar hafi farið af sporinu og yfir á lestarteina þar sem aðvífandi lest kom úr gagnstæðri átt.

Yfirvöld á héraðinu segja að búast megi því að andlátstölur muni hækka með nóttinni en björgunaraðgerðir eru í fullum gangi.  Um 400 manns eru sagðir slasaðir, sumir alvarlega og fjöldi manna fastur undir braki lestanna.

Lestarslys eru algeng í Indlandi og sögð gerast í hundruð skipta ár hvert.

BBC segir frá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert