Erdogan sór embættiseið

Erdogan á þiginu í morgun.
Erdogan á þiginu í morgun. AFP/Adem Altan

Recep Tayyip Erdogan sór í morgun embættiseið vegna þriðja kjörtímabils síns sem forseti Tyrklands.

Erdogan bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í landinu 28. maí þrátt fyrir efnahagskreppu í landinu og reiði í hans garð vegna viðbragða stjórnvalda við jarðskjálfta í febrúar sem varð meira en 50 þúsund manns að bana.

Erdogan hlaut 52,8% atkvæða en andstæðingur hans Kemal Kilicdaroglu 47,8%.

„Sem forseti heiti ég því fyrir framan tyrknesku þjóðina að leggja mig allan fram við að vernda tilurð og sjálfstæði landsins…og að uppfylla skyldur mínar á óhlutdrægan hátt,” sagði Erdogan á þinginu að lokinni athöfninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert