Grunnskólar í Utah banna biblíuna

Ákvörðunin var tekin í kjölfar kvörtunar frá foreldri.
Ákvörðunin var tekin í kjölfar kvörtunar frá foreldri. AFP/Patrick T. Fallon

Skólayfirvöld í Utah-ríki í Bandaríkjunum hafa tekið biblíuna úr grunnskólum og gagnfræðaskólum og segja hana innihalda „dónaskap og ofbeldi“ sem henti ekki yngri nemendum.

Ákvörðunin var tekin í kjölfar kvörtunar frá foreldri um að í Biblíunni sé að finna efni sem henti ekki börnum. Biblían verður enn í framhaldsskólum í ríkinu, að því er BBC greinir frá.

Að sögn embættismanna hafa sjö eða átta eintök af Biblíunni þegar verið fjarlægð og er tekið fram að textinn hafi aldrei verið hluti af námskrá.

Ekki var farið nánar út í það hvaða kaflar Biblíunnar innihéldu dónaskap eða ofbeldi.

Ríkisstjórn Repúblikana í Utah samþykkti lög árið 2022 sem banna „klámfengnar eða ósæmilegar“ bækur í skólum. Foreldrið sem kvartaði sagði að Biblían væri klámfengin samkvæmt hinni nýju skilgreiningu og vísaði til umræddra laga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert