Yfir 280 manns eru látnir

Viðbragðsaðilar að störfum á Indlandi.
Viðbragðsaðilar að störfum á Indlandi. AFP/Dibyangshu Sarkar

Að minnsta kosti 288 er látnir og mörg hundruð til viðbótar slasaðir eftir að þrjár lestir skullu saman á Indlandi í gær.

Slysið er það mannskæðasta í landinu í rúm 20 ár.

Slysið varð skammt frá borginni Balasore í ríkinu Odisha í austurhluta landsins.

AFP/Dibyangshu Sarkar

Einn þeirra sem komst lífs af, Arjun Das, sagðist í sjónvarpsviðtali hafa heyrt mikinn hávaða og séð fólk detta niður úr kojum sínum.

Hann stökk út úr lestinni í kjölfarið. „Fólk öskraði og bað um hjálp,” sagði hann.

Myndskeið frá BBC:

„Fólk sem hafði slasast lá alls staðar inni í lestarvögnunum og meðfram lestarteinunum. Mig langar að gleyma því sem ég sá,” bætti hann við.

Slysið varð þegar hraðlest á leið í norðurátt frá borginni Bengaluru til Kolkata fór út af sporinu og lenti á lestarspori fyrir lestir sem voru á leið í suðurátt.

Fjölmargir fórust í slysinu.
Fjölmargir fórust í slysinu. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert