Njósnarinn Robert Hanssen er látinn

Robert Hanssen seldi Sovétmönnum og síðar Rússum þúsundir leynilegra skjala …
Robert Hanssen seldi Sovétmönnum og síðar Rússum þúsundir leynilegra skjala bandaríska ríkisins. AFP/FBI

Robert Hanssen, fyrrverandi njósnari bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem seldi Rússum trúnaðargögn á 9. og 10. áratug síðustu aldar, lést í fangelsi í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í dag.

Hann seldi Sovétmönnum og síðar Rússum þúsundir leynilegra skjala bandaríska ríkisins allt frá árinu 1985, þangað til hann var handtekinn árið 2001. Þar á meðal voru kjarnorkustríðsáætlanir og njósnaforrit sem Bandaríkin notuðu.

Aðgangskort og nafnspjald Roberts Hanssens.
Aðgangskort og nafnspjald Roberts Hanssens. AFP/Paul J. Richards

Hanssen seldi einnig upplýsingar um bandaríska njósnara í Sovétríkjunum fyrrverandi í staðinn fyrir demanta og háar fjárupphæðir.

Banda­rísk­ur al­rík­is­dóm­ari dæmdi Hans­sen til lífstíðarfang­els­is án mögu­leika á reynslu­lausn í maí 2002. Hans­sen var dæmd­ur sek­ur um að hafa stundað njósn­ir fyr­ir rúss­nesk yf­ir­völd.

Fjallað var um mál Hanssen í hlaðvarpinu Í ljósi sögunnar á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert