Skorar sinn gamla yfirmann á hólm

Mike Pence (til hægri) ásamt Donald Trump, sínum gamla yfirmanni.
Mike Pence (til hægri) ásamt Donald Trump, sínum gamla yfirmanni. AFP

Mike Pence, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hefur skilað nauðsynlegum framboðsskjölum til landskjörstjórnar í Bandaríkjunum og er því kominn í baráttuna um tilnefningu Repúblikana til forseta. Gert er ráð fyrir því að hann tilkynni framboðið formlega á kosningafundi í Des Moine, Iowa á miðvikudaginn. Mike Pence mælist með í kringum 4% í könnunum.

Í viðtali við Fox News um helgina kveðst hann hafa fulla trú á því að geta sigrað sinn gamla yfirmann Donald Trump sem leiðir kannanir. „Taki ég ákvörðun um það seinna í vikunni að ég ætli að bjóða mig fram er ég mjög viss um að ég hljóti stuðninginn sem nauðsynlegur er til að geta miðlað áfram okkar málstað og segja okkar sögu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert