Tveggja ára stúlka meðal þeirra látnu

Bandaríski herinn veitti flugvélinni eftirför á F-16 herflugvélum.
Bandaríski herinn veitti flugvélinni eftirför á F-16 herflugvélum. AFP/Bandaríski flugherinn.

Fjórir létust er flugvél brotlenti í fjalllendi í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum um 275 kílómetrum frá Washington-borg.

Vél­inni var flogið inn í lokaða loft­helgi yfir Washingt­on og svaraði flugmaður­inn ekki yf­ir­völd­um sem olli því að F-16 herþotur veittu vél­inni eft­ir­för.

Fjór­ir voru um borð í flug­vél­inni, þar á meðal tveggja ára stúlka og móðir sem öll létu lífið er flugvélin brotlenti. Óljóst er af ­hverju flugmaður­inn svaraði ekki yf­ir­völd­um.

Banda­rísku herþot­urn­ar rufu hljóðmúr­inn yfir borg­inni og voru marg­ir borg­ar­bú­ar áhyggju­full­ir vegna lát­anna enda heyrðist mik­ill hávaði við þetta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert