Drykkjukeppni kvenna veldur hneykslan

Dómarar í keppninni meta göngulag keppenda.
Dómarar í keppninni meta göngulag keppenda. AP

Taílenskum þingmönnum tókst ekki að koma í veg fyrir að haldin væri drykkjukeppni meðal kvenna í verslunarmiðstöð í höfuðborginni í dag.

Kittidech Putjusamai, forstjóri Thaksin Plaza-fyrirtækisins, segir keppnina hafa farið vel fram. „Enginn keppandi var dæmdur úr leik. Við bjuggumst við 15 keppendum og það varð raunin,“ sagði Kittidech í samtali við AFP-fréttastofuna.

Keppendur þurftu að drekka fimm snapsa og fimm glös af víni og að auki að hlaupa eftir skrykkjóttri braut milli vínflaskna.

Arunothai Sriaran, 36 ára, fór með sigur af hólmi og hlaut að launum 5.000 baht eða um 9.000 krónur.

Margir lýstu yfir mikilli hneykslan vegna keppninnar. Þingkonan Rabiabrat Pongpanich sagði keppnina vera hneisu og virðingu taílenskra kvenna ekki samboðin.

Þó svo að umburðarlyndi sé almennt mikið í Taílandi, þar sem meirihluti þjóðarinnar aðhyllist búddisma, þá eru þeir litnir hornauga sem drekka úr hófi á almannafæri - sérstaklega konur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson