Sjálfsmorðsárás á friðargæsluliða í Afganistan

Hermenn úr alþjóðlegu friðargæslusveitunum í Kabúl í morgun.
Hermenn úr alþjóðlegu friðargæslusveitunum í Kabúl í morgun. AP

Að minnsta kosti þrír þýskir hermenn létu lífið og átta aðrir starfsmenn alþjóðlega friðargæsluliðsins í Afganistan særðust þegar sjálfsmorðsárás var gerð á rútu fulla af alþjóðlegum friðargæsluliðum í Kabúl, höfuðborg landsins í morgun. Tugir til viðbótar hlutu minniháttar meiðsli. Svo virðist sem bíl hafi verið ekið upp að rútunni og hann var síðan sprengdur í loft upp. Þjóðverjar og Hollendingar fara nú með stjórn friðargæslusveitanna í Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert