Bush segir hjónabandið heilagt og ekki ætlað samkynhneigðum

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, vill ekki að samkynhneigðum verði …
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, vill ekki að samkynhneigðum verði leyft að ganga í hjónaband. AP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur brugðist hart við dómi hæstaréttar Massachusetts sem komst í gær að þeirri niðurstöðu að leyfa yrði hjónabönd samkynhneigðra og að staðfest sambúð, eins og leyfð er í Vermont-ríki, veiti ekki sambærileg réttindi. Segir Bush að ef fallist verði á dóminn þurfi að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að hjónabönd samkynhneigðra verði með skýrum hætti bönnuð.

Í skriflegri yfirlýsingu vegna málsins segir Bush að dómurinn valdi afar miklum vandræðum. „Hjónabandið er heilagt og það á sér stað milli karls og konu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að ef aðgerðasinnaðir dómarar krefjist þess að hjónabandið verði endurskilgreint með dómsúrskurði, sé breyting á stjórnarskránni sem tryggi að samkynhneigðir fái ekki að giftast, eina lausnin á málinu. „Við verðum að gera það sem er lagalega nauðsynlegt til að verja heilagleika hjónabandsins“ segir í yfirlýsingu Bush.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert