Kynörvandi pítsa?

Öldum saman hefur fólk leitað uppi fæðutegundir sem kemur því í réttu stemminguna. Valið hefur staðið milli ætiþistla, ostra og jafnvel heilar spörfugla hafa þótt auka á kynorkuna. Þetta var að sjálfsögðu áður en lyfið viagra kom á markaðinn. Í samfélögum, þar sem kynlífsþráhyggjan ríkir, eru þessar litlu bláu töflur orðnar það alvinsælasta - ja, náttúrulega næst á eftir hlutnum sjálfum. Núna vonast breska matvælakeðjan Iceland til þess að bæta um betur með því að hefja sölu á fyrstu kynaukandi pítsunni og hefur hún hlotið nafnið „Pizzagra“.

Talsmenn Iceland lofa því að nýja pítsan muni heldur betur koma blóðinu á hreyfingu og kynhvötinni á fullt. Enn er verið að þróa nýju pítsuna en kynningin á henni er hafin.

„Matur hefur löngum verið einn liður í því að tæla svo að nú ætlum við að sameina rómantíkina og vinsælasta réttinn í Bretlandi,“ segir Steve Sweeney í fréttatilkynningu.

Undarleg innihaldsefni

Í Pizzagra verða efni, sem fyrirtækið segir að séu þekkt fyrir að auka kynhvötina bæði hjá körlum og konum, s.s. ætiþistlar, aspas, engifer, súkkulaði og bananar. Önnur efni eru vel þekkt bæði sem örvandi og svo sem hefðbundið pítsuinnihald.

Hvítlaukur er t.a.m. talinn hafa lækningarmátt og kann hugsanlega að verka gegn getuleysi. Þá segir fyrirtækið að laukur hafi eitt sinn þótt svo kynörvandi að prestum í Egyptalandi til forna hafi verið meinað að borða þá.

Síðan fer innihaldslýsing á Pizzagra að virka einkennileg, s.s. jarðarber sem raðað verður á sérstakan hátt og áðurnefndir bananar.

Sem betur fer ætlar fyrirtækið ekki að elta uppi allar kenningar um það hvaða matur sé kynörvandi. Rómverjinn Galen, sem var uppi á annarri öld, hélt því fram að matur sem ylli vindgangi væri jafnframt kynörvandi, að því er segir í frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant