Vopnahlé í Fallujah framlengt um 2 sólarhringa

Vopnahlé, sem verið hefur í gildi í borginni Fallujah í Írak frá því á sunnudag, hefur verið framlengt um 2 sólarhringa svo hægt sé að opna á ný tvö sjúkrahús í borginni sem var lokað vegna stríðsástandsins í borginni. Bandarískir landgönguliðar hafa setið um borgina í 10 daga en Bandaríkjaher hóf aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í Fallujah eftir að fjórir bandarískir verktakar voru myrtir þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert