Fyrrverandi hershöfðingi með forystu í forsetakosningum Indónesíu

Stuðningsmaður kyssir á hönd Susilos hershöfðingja.
Stuðningsmaður kyssir á hönd Susilos hershöfðingja. AP

Fyrrverandi hershöfðingi hefur tekið forystuna í fyrstu beinu forsetakosningum Indónesíu. Kosningarnar eru lykilskref í átt að lýðræði nú þegar sex ár eru liðin frá falli Suhartos einræðisherra. Þegar um 1,3% af 140 milljónum atkvæða höfðu verið talin, hafði Susilo Bambang Yudhoyono hlotið þriðjung atkvæðanna. Megawati Sukarnoputri forseti er með 28% og Wiranto, fyrrverandi hershöfðingi, er með 22%.

Flest af atkvæðunum sem búið er að telja eru úr þéttbýli þar sem Yudhoyono nýtur hvað mests stuðnings.

Fái enginn frambjóðendanna meira en 50% atkvæða verður efnt til síðari umferðar kosninganna þar sem valið stendur á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert