Forsetafrú Mexíkó segist ekki ætla í framboð

Forsetafrú Mexíkó, Marta Sahagun, tilkynnti í dag að hún hygðist …
Forsetafrú Mexíkó, Marta Sahagun, tilkynnti í dag að hún hygðist ekki bjóða sig fram til forseta. AP

Forsetafrú Mexíkó, Marta Sahagun, lýsti því yfir í dag að hún hygði ekki sjálf á forsetaframboð. Þar með var endi bundinn á vangaveltur sem hafa á tímabili skyggt á aðgerðir eiginmanns hennar, Vicente Fox. „Ég mun ekki bjóða mig fram til forseta lýðveldisins,“ sagði Sahagun í yfirlýsingu sem gefin var út á heimili forsetahjónanna í Los Pinos.

Sahagun segir að þegar kjörtímabili Fox lýkur 1. desember 2006 muni þau bæði fara heim og njóta þess að vera fjölskylda. Hún segir þó að afskiptum sínum af stjórnmálum muni ekki ljúka þar með heldur muni hún áfram beita sér í þágu þeirra sem minnst mega sín.

Sahagun hefur verið sögð vera líkt og íhaldssöm útgáfa af Hillary Clinton bæði vegna metnaðar hennar og svo vegna þess að hún hefur sætt gagnrýni. Sahagun hefur lengi gælt við hugmyndina um að bjóða sig fram til forseta en yfirlýsingin í dag tók af allan vafa: „Stórar ákvarðanir eiga sér alltaf ákveðna stund. Þetta er stundin mín.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert