Luton valin „skítlegasta“ borg Bretlands

Frá miðborg Luton.
Frá miðborg Luton.

Leiðtogi borgarstjórnarinnar í Luton sagði í dag, að hin nýja nafngift borgarinnar sem „skítlegasta“ borg Bretlandseyja væri „bölvaður þvættingur“. Borgin í Bedfordskíri sem þekkt er fyrir alþjóðaflugvöll, Vauxhall-bíla og ljótan arkitektúr mælist nú ömurlegasti staður Bretlands.

Luton tekur við af Hull sem naut hins vafasama heiðurs í fyrra að vera útnefnd ömurlegasta borg Bretlandseyja. Hagur Hull hefur vænkast, íbúum bæjarins til léttis. Bærinn er fallinn í 19. sæti en í þessari keppni vilja menn jafnan vera sem lengst frá toppnum.

Í fyrra var Hull lýst sem „eymdarstað atvinnuleysis, unglingaþungunar, heróínfíknar, ofbeldis og hirðuleysis.“ Á þriðja tug þúsunda manns tók þátt í könnuninni nú.

Windsor er í öðru sæti í ár og eru íbúar hennar sagðir „snobbarar sem halda að þeir séu eitthvað konunglegir þar sem þeir búa við hlið kastala drottningar.“

Sunderland í þriðja sæti og sagt miklu frekar vera líkhús en bær, svo dautt sé yfir öllu. Fjórða sætinu deila svo skosku borgirnar Edinborg og Glasgow.

Tuttugu skítlegustu borgir Bretlands eru annars sem hér segir:

  1. 1 Luton
  2. Windsor
  3. Sunderland
  4. Edinburgh
  5. Glasgow
  6. Clapham
  7. Bath
  8. Nottingham
  9. Corby
  10. Middlesbrough
  11. Birmingham
  12. Hackney
  13. Kew
  14. Hanwell
  15. Camden
  16. Brixton
  17. London
  18. Littlehampton
  19. Hull
  20. Port Talbot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert