Kjósendur í 11 ríkjum vilja láta banna hjónabönd samkynhneigðra

Kjósendur í ellefu ríkjum Bandaríkjanna samþykktu með miklum meirihluta í kosningum í gær að stjórnarskrá landsins verði breytt í þá veru að samkynhneigðum verði gert ókleift að ganga í hjónaband.

Þetta er niðurstaðan eftir fyrstu talningu atkvæða í ríkjunum.

Kosið var um málið í Arkansas, Georgíu, Kentucky, Michigan, Mississippi, Montana, North Dakota, Ohio, Oklahoma, Oregon og Utah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert