Foreldrar Terri Schiavo eygja nýja von

Mary og Bob Schindler, foreldrar Terri Schiavo.
Mary og Bob Schindler, foreldrar Terri Schiavo. AP

Bandarískur alríkisdómstóll féllst í kvöld á beiðni foreldra Terri Schiavo um að þau megi fara fram á það að mál dóttur þeirra verði tekið fyrir að nýju en dómstóllinn á þó enn eftir að samþykkja að taka málið fyrir. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Foreldrar Schiavo, sem er heilasködduð og ófær um að nærast með eðlilegum hætti, berjast fyrir því að dóttur þeirra verði gefin næring í æð en hún hefur ekki fengið vökva eða næringu í tæpar tvær vikur samkvæmt ósk eiginmanns hennar, sem hefur forræði yfir henni.

Dómstóllinn féllst á fullyrðingar David Gibbs, lögmanns Schindler-hjónanna, um að alríkisdómstóll, sem þegar hefur úrskurðað í málinu, hafi brotið gegn fyrirmælum hæstaréttar um að honum bæri að líta til allra hliða málsins, en ekki bara til forsögu þess fyrir dómstólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert