Ný tölvuveira lofar miðum á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006

Ný tölvuveira, „Worms_Sober.S“, fer nú eins og eldur í sinu um internetið og ginnir viðtakendur með því að segja þeim að þeir hafi unnið miða á leiki á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006. Tölvuskeytið með veirunni í er skrifað á þýsku og segir vírusvarnarfyrirtækið McAfee að það sé sérstaklega ætlað þýskum notendum.

Önnur fyrirtæki, Trend Micro og Panda Software, segja vírusinn geta breiðst út hvort heldur sem er á þýsku eða ensku. Hafi hann herjað á tölvur í Austurríki, Þýskalandi, Sviss og Bandaríkjunum. Tölvuskeytið lítur út fyrir að vera sent frá alþjóðlega knattspyrnusambandinu, FIFA, og í því eru réttar upplýsingar um tiltekinn fulltrúa sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert