Blair segir stjórnarskrá ESB leið í rétta átt

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali sem birtist í Financial Times í kvöld, að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins væri afar skynsamleg leið í rétta átt. Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána hefði verið skotið á frest.

„Ég tel að stjórnarskráin varði afar skynsamlega leið í rétta átt og að því kemur, að Evrópa verður að taka upp reglur sem gilda fyrir framtíð Evrópu, annars mun álfan ekki starfa eðlilega," sagði Blair við blaðið áður en hann hélt til Bandaríkjanna til fundar við George W. Bush, Bandaríkjaforseta,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert