Tveir trúflokkar mótmæla hjónaböndum samkynhneigðra

Jafnt samfélög kristinna sem íslamstrúar í Kristianssand í Noregi hafa sameinast í baráttu sinni gegn hjónaböndum samkynhneigðra.

„Bæði kristnir menn sem íslamstrúar trúa því að Guð hafi aðeins ætlað manni og konu að ganga í heilagt hjónaband. Bæði Biblían og Kóraninn lýsa þessu,“ sagði Jan Gossner, forstöðumaður kirkjusafnaðar í Kristiansand, í samtali við norska dagblaðið Aftenposten í dag.

Leiðtogar kristinna safnaða og íslamskra samtaka hafa samið sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir mótmæla fyrirhuguðum áformum norskra stjórnvalda um að leyfa hjónabönd einstaklinga af sama kyni. Forsvarsmenn þriggja íslamstrúarsamtaka, biskupinn af Agde og aðrir kirkjunnar menn, auk nokkurra þingmanna, hafa skrifað undir yfirlýsinguna.

„Íslam styður hjónabönd manns og konu. Þannig hefur það verið allt frá dögum Adams og Evu,“ sagði Muhammed Arshad Dar, leiðtogi samfélags íslamstrúarfólks í Kristianssand, í samtali við Aftenposten:

Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert