Sprengja sprakk í Santiago de Compostela á Spáni

Engan sakaði þegar sprengja sprakk í bænum Santiago de Compostela nú fyrir stundu, að því er fram kom á Sky-sjónvarpsstöðinni. Lögregla mun hafa fengið tilkynningu um sprengjuna áður en hún sprakk og var því búin að rýma svæðið. Ekki er vitað hver gerði árásina en aðskilnaðarsamtök Baska á Spáni, ETA, hafa gert sprengjuárásir sem þessar og vara þau yfirleitt við árásunum áður en sprengjurnar springa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert