Sænskum sæðisgjafa gert að borga meðlög samkvæmt úrskurði Hæstaréttar

Sæði.
Sæði. mbl.is

Svíi sem gaf lesbísku pari sæði sitt þarf að borga meðlög með börnunum þremur sem getin voru með sæðinu, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í Svíþjóð í dag. Maðurinn, sem er 39 ára í dag, gaf sæðið snemma á 10. áratugnum og síðan fæddust þrír drengir á árunum 1992 til 1996. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann og konurnar hefðu orðið sammála um það að hann tæki engan þátt í uppeldi drengjanna og að konurnar yrðu foreldrar þeirra.

Maðurinn skrifaði hins vegar undir skjal þar sem staðfest var að hann væri líffræðilegur faðir drengjanna. Stuttu síðar skildu konurnar og konan sem gengið hafði með drengina krafðist þess að hann borgaði meðlög. Maðurinn fór þá með málið fyrir dóm og tapaði því í undirrétti. Hæstiréttur staðfesti það svo í dag að sem líffræðilegur faðir barnanna væri hann skyldugur til að borga með þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert