Maður lést af völdum áverka sem hann hlaut í óeirðunum í París

Kveikt var í á annað þúsund bílum í úthverfum Parísar …
Kveikt var í á annað þúsund bílum í úthverfum Parísar í gærkvöldi og nótt. AP

Maður á sjötugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í óeirðunum í Frakklandi á föstudag í síðustu viku, lést af völdum sára sinna í dag. Maðurinn er sá fyrsti til að láta lífið í ofbeldisöldunni sem staðið hefur yfir í borginni síðastliðna 11 daga.

Maðurinn, sem var 61 árs, var að ræða við nágranna sinn í hverfinu Stains í París þegar ungur hettuklæddur maður barði hann með þeim afleiðingum að maðurinn missti meðvitund. Lá hann í dái á sjúkrahúsi í París þar til hann var úrskurðaður látinn í dag.

Ekkja mannsins ræddi við Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, í dag. Krafðist hún þess, að hinir seku yrðu látnir svara til saka í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert