Irving hyggst áfrýja úrskurðinum

David Irving.
David Irving. AP

David Irving, breskur sagnfræðingur sem dæmdur var af austurrískum rétti í gær til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að neita því árið 1989 að helförin, útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni, hefði átt sér stað, segist ætla að áfrýja úrskurðinum.

Irving játaði fyrir réttinum í gær að hann væri sekur, en sagðist hafa gert mistök þegar hann fullyrti á sínum tíma að engir gasklefar hefðu verið í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz. Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert