Níl 100 km lengri en áður var talið

Vísindamennirnir fagna uppgötvun sinni í Nyungwe regnskóginum. Garth MacIntyre og …
Vísindamennirnir fagna uppgötvun sinni í Nyungwe regnskóginum. Garth MacIntyre og Cam McLeay frá Nýja-Sjálandi og Bretinn Neil McGrigor í miðið. Reuters

Hópur vísindamanna segist hafa fundið fremstu uppsprettu Nílar og að áin sé í raun 100 km lengri en áður hefur verið talið. Uppspretta hennar er í Nyungwe regnskóginum í Rúanda, nánar tiltekið vatnsspræna úr holu einni í ánni Rukarara sem rennur í Níl. Níl er venjulega sögð 6.611 km löng, en vísindamennirnir segja hana í reynd 6.718 km. Níl er lengsta á heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert