Rúmlega 20.000 manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Danmörku

Frá mótmælunum á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í dag.
Frá mótmælunum á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í dag. AP

Rúmlega 20.000 manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Danmörku í dag til að mótmæla niðurskurði í þjónustu sveitarfélaga við börn og gamalmenni. Um 10.000 manns, flestir þeirra kennarar, tóku þátt í aðgerðum í Kaupmannahöfn og önnur 10.000 tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Árósum.

Mótmælaaðgerðirnar hófust í Árósum fyrir þremur vikum þegar ljóst varð að sveitarfélögin vantar 932 milljónir danskra króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar á næsta ári. Þá tengist niðurskurðurinn fyrirætlunum danskra yfirvalda um að fækka sveitarfélögum úr 273 í 98 um næstu áramót og endurskipuleggja í kjölfar þess allt skólastarf og þjónustu við aldraða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert