Starfsmenn breskra háskóla hvattir til að fylgjast grannt með múslímum

Ruth Kelly, menntamálaráðherra Bretlands, segir að samfélagsátak þurfi til að …
Ruth Kelly, menntamálaráðherra Bretlands, segir að samfélagsátak þurfi til að uppræta starfsemi öfgahópa múslíma í Bretlandi. AP

Kennarar og aðrir starfsmenn við breska háskóla hafa verið beðnir um að fylgjast grannt með múslímskum nemendum sem grunaðir eru um að tengjast íslömskum öfgatrúarmönnum og styðja hryðjuverk. Breska ríkisstjórnin telur að íslamskir öfgamenn reyni að fá háskólanema til liðs við sig og því verði að hvetja starfsmenn til þess að fylgjast með þeim. Breska dagblaðið Guardian segist hafa í höndum úttekt frá ráðuneytinu þar sem þetta kemur fram.

Menntmálaráðuneytið óttast að starfsmenn háskóla taki illa í þetta og telji að ákveðinn hópur nemenda verði gerður að skotmarki. Samfélög múslíma í Bretlandi munu líklega taka illa í þetta og hafa þau þegar látið í sér heyra. Gemma Tumelty, formaður Landssamtaka háskólanema í Bretlandi, segir þetta jafnast á við kommúnistaveiðar öldungadeildarþingmannsins Joseph McCarthy í Bandaríkjunum á 6. áratug síðustu aldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert