500.000 punda sekt vegna leka í Sellafield kjarnorkuvinnslustöðinni

Sellafield kjarnorkuvinnslustöðin.
Sellafield kjarnorkuvinnslustöðin. Reuters

British Nuclear Group Sellafield, fyrirtækið sem rekur Sellafield kjarnorkuendurvinnslustöðina í Kúmbríu-héraði á Norður-Englandi, hlaut í gær 500.000 punda sekt fyrir brot á öryggisreglum, sem það viðurkenndi fyrir dómstólum fyrr á þessu ári. 83.000 lítrar af geislavirkri sýru láku út úr stöðinni og tók það vísindamenn átta mánuði að komast að lekanum, en hann hefðu þeir átt að koma auga á innan nokkurra daga.

Engum varð meint af lekanum. Fyrr á árinu hlaut fyrirtækið tveggja milljóna punda sekt fyrir sömu sök frá eftirlitsstofnun með kjarnorkuvinnslufyrirtækjum. Daily Telegraph segir frá þessu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert