200 ára fangelsisdómur vegna barnakláms stendur

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að taka fyrir dóm, sem kveðinn var upp í Arizona þar sem karlmaður var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Maðurinn taldi dóminn svo þungan, að í því fælist brot á bandarísku stjórnarskránni en því var hæstiréttur ekki sammála.

Maðurinn, sem heitir Morton Berger og er 52 ára. Þúsundir mynda af börnum í kynferðislegum stellingum fundust í tölvu hans. Þyngstu klámlög í Bandaríkjunum eru í Arizona og saksóknari fór raunar fram á 340 ára fangelsi en dómari komst að þeirri niðurstöðu að Berger skyldi sitja í 10 ára fangelsi fyrir hverja af 20 alvarlegustu myndunum, sem fundust í tölvunni - og þeir dómar skyldu afplánaðir hver á eftir öðrum. Berger hefur ekki möguleika á reynslulausn.

Lögmenn Bergers vísuðu málinu til hæstaréttar og bentu á, að dómurinn væri úr öllu samræmi við aðrar refsingar, til að mynda mun þyngri en þær refsingar, sem lög í Arizona gera ráð fyrir vegna morðs eða nauðgunar. Hæstiréttur ákvað hins vegar að taka málið ekki fyrir og gaf enga ástæðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert