Hvalahræ við Brandenborgarhliðið

Dauðir smáhvalirnir eiga að minna á grimmd hvalveiða.
Dauðir smáhvalirnir eiga að minna á grimmd hvalveiða. AP

Grænfriðungar komu fyrir 17 hræjum smáhvala og höfrunga við Brandenborgarhliðið í Berlín í dag, til að hvetja þjóðir til að berjast gegn auknum þrýstingi á að Alþjóðahvalveiðiráðið leyfi að nýju hvalveiðar í atvinnuskyni.

Ráðið fundar í Anchorage í Alaska í næstu viku og er búist við að Japanar muni líkt og í fyrra reyna að þrýsta á að banni við hvalveiðum verði aflétt.

300.000 hvalir og höfrungar drukkna á ári hverju eftir að hafa fest sig í netum eða lent í skrúfum skipa. Þá segja Grænfriðungar ómögulegt að áætla hve margir látist árlega af völdum mengunar eða loftslagsbreytinga. Spyr sjávarlíffræðingurinn Stefanie Warner, sem starfar hjá Greenpeace, hvort réttlætanlegt sé að veiða þá líka.

Rúmlega helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins samþykktu ályktun á fundi ráðsins í fyrra um að eðlilegt sé að aflétta hvalveiðibanninu en tvo þriðju atkvæða þyrfti á ársfundi til að aflétta banninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert