Stjórn Palestínumanna hverfur frá stuðningi við vopnaða baráttu

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, við föstudagsbænir í Ramallah á Vesturbakkanum …
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, við föstudagsbænir í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Reuters

Stjórnarsáttmáli bráðabrigðastjórnar Palestínumanna var birtur opinberlega í dag en í stjórnarsáttmálinn er fyrsti stjórnarsáttmáli heimastjórnar Palestínumanna sem ekki kveður á um rétt Palestínumanna til vopnaðrar andspyrnu gegn hernámi Ísraela. Talsmenn stjórnarinnar segja hana þó styðja friðsamlega baráttu Palestínumanna gegn hernáminu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Hamas-samtökin hafa þegar lýst andstöðu við stefnuskrá stjórnarinnar og heitið því að halda áfram vopnaðri baráttu sinni gegn Ísraelum.

Fram kemur í stefnuyfirlýsingunni að stjórnin stefni að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna með þeim landamærum sem voru í gildi árið 1967 og Jerúsalem sem höfuðborg og að sanngjörn lausn verði fundin á vanda palestínskra flóttamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert