Greenpeace-samtökin mæla með kengúruáti

Reuters

Greenpeace-samtökin mæla með því í skýrslu sinni um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að fólk leggi sé fremur kengúrukjöt en nautakjöt til munns. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Mark Wakeham, talsmaður samtakanna, segir í viðtali við Herald Sun að þetta gæti dregið úr losun metangaslosun nautgripa og eyðingu skóga til rýmingar lands undir nauðgripabeit. “Að breyta matarvenjum okkar er eitt þeirra smáatriða sem við getum lagt að mörkum,” segir hann og bætir því við að rekja megi um fjórðung af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda til nautgriparæktar.

Um þremur milljónum kengúra er slátrað árlega í Ástralíu. Ástralar snæða sjálfir um þriðja hluta þess kjöts sem af þeim gefst en afgangurinn er fluttur úr landi og þá sérstaklega til Þýskalands, Frakklands og Belgíu. Á síðustu fimm árum hefur kengúrum í Ástralíu hins vegar fækkað um helming og eru þær nú taldar vera um 25 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert